Allir geta orðið félagar. Umsækjendur yngri en 18 ára þurfa að leggja fram skriflegt samþykki foreldra eða forráðamanna. Þeim einum sem hafa alþjóðleg köfunarréttindi sem samþykkt eru af félaginu og uppfylla kröfur samkvæmt íslenskum lögum leyfist að kafa á vegum félagsins í skipulögðum ferðum félagsins.
Eina sem þú þarft að gera til að gerast félagi er að leggja inn á reikninginn okkar 537-26-500983, kennitala 520983-0239.
Árgjaldið er endurnýjað árlega með valgreiðslu í heimabanka. Gjalddagi er degi fyrir auglýstan aðalfund til að öðlast atkvæðisrétt á aðalfundi.
Innifalið í árgjaldi er:
- áfylling á loft- og/eða nitrox kúta
- aðgangur að fræðslukvöldum á vegum félagsins
- heimild til að skrá þig í félagsferð
- frábærir köfunarfélagar
Árgjald 2025
Nýliðar
Nýliðar í félaginu greiða hálft gjald fyrsta árið óháð hvenær þeir hefja aðild.
Nýliðar sen tengjast fjölskylduböndum greiða hver um sig sitt nýliðagjald. Eftir fyrsta árið greiða þeir fjölskyldugjald.
Endurnýjuð aðild
Félagar í SKFÍ greiða árlega félagsgjald sem er til innheimtu í febrúar á hverju ári.
Greitt árgjald gefur rétt til setu og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins. Félagsgjald er sent í heimabanka.
Fjölskyldugjald
Fyrir hjón eða sambýlisfólk eða börn þeirra sem eru í skóla og með sama lögheimili.
Fullt gjald árlega fyrir einn og hálft gjald fyrir aðra á heimilinu gefur rétt til setu og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.