Leiga á húsnæði SKFÍ


Húsnæðið er ekki í útleigu árið 2025 sökum flutnings og viðhalds.  Flytja á húsið um nokkra metra til að rýma fyrir Borgarlínu en húsæðið verður áfram í Nauthólsvíkinni. 

Sportkafarafélag Íslands á sitt eigið hús að Nauthólsvegi 100a í Nauthólsvík. Þar er aðstaða til að hittast, spjalla saman og drekka kaffi. Uppi í risinu er „betri stofa“ með sófasetti og sæti fyrir um 10 manns. 

Húsnæðið hefur verið leigt út í gegnum tíðina til félagsmanna S.K.F.Í. en býðst einnig öðrum.
Húsið tekur að hámarki 24 manns í sæti, borðbúnaður ekki til staðar annar en kaffimál.

Húsnæðið er leigt út um helgar frá kl. 14 til 11 næsta dag. Einnig er hægt að leigja húsið virka daga/kvöld að undaskildum fimmtudagskvöldum. Húsnæðið er ekki leigt út á gamlárs- og nýjársdag og suma aðra daga hafa frídag daginn eftir vegna félagsstarfs í húsinu. 

Greiða þarf tryggingu ofan á leigugreiðslu, trygging er endurgreidd ef engar skemmdir verða á húsnæði og húsinu skilað samkvæmt skilmálum leigusamnings. Leigutaki ber ábyrð ef tryggingagreiðsla dugar ekki fyrir viðgerð. 

Áhugasamir geta haft samband á leiga@kofun.is eða í síma 669-0503 (Erla)

Nánari lýsing á húsnæði

Húsnæðið tekur 25 gesti samkvæmt heimild sýslumanns. Húsnæðið hentar vel fyrir starfsmannafundi og minni gleðskap. 

Eitt klósett er í húsinu.

Leigurýmið samanstendur af:

  • litlum sal með eldhúskróki og salerni
  • setustofu á lofti

Í litla salnum eru 4 stór borð sem raða má upp eftir smekk eða tilefni.

Á vegg er tússtafla og sjónvarp sem hægt er að tengja við tölvu með HDMI tengi. Hljóðrás er hægt að tengja í hátalara með Jack tengi.

HDMI tengi
HDMI tengi
Jack tengi
Jack tengi.

Gamaldags steríógræjur (magnari, útvarp, geislaspilari og hátalarar) eru í húsinu en með Jack snúru er hægt að tengja hátalarana við sjalltæki með jack tengi og spila tónlist þaðan. 

Lítill eldhúskrókur er samtengdur salnum í honum er kaffikanna (uppáhelling), lítill ísskápur, bollar og örbylgjuofn. Annar borðbúnaður og er ekki til staðar. 

Á móti eldhúskróknum er litið salerni. 

Uppi á efri hæðinni er setustofa með þremur litlum sófum og sófaborði. Setustofan rúmar 8-10 manns með góðu móti. Stiginn upp er brattur og þrepin miða við að einungis sé stigið í annan fótinn í hverju þrepi. 

Neyðargluggi ásamt neyðarstiga er á efrihæð. 

Öll meðferð elds þar með talin logandi kerti er bönnuð inni í húsinu.

Stórt kolagrill er fyrir utan húsið á pallinum.  Mögulegt er að grilla að minnsta kosti 3 heil lambalæri á því í einu.  Ekkert lok er á grillinu.

Húsnæðið er byggt fyrir tíma inngildingar og hentar því illa hreyfihömluðu-, blindu-, og mikið sjónskertu fólki.

Við biðjum fólk að ganga vel um húsnæðið á leigutíma því þetta er félagsheimili kafara sem allir vinna í sjálfboðavinnu til þess að halda félagsskapnum gangandi. Húsið var á sínum tíma líka byggt í sjálfboðavinnu.