Félagsstarfið

Félagsheimilið er opið á fimmtudögum frá kl. 20:00. Nema ef annað er auglýst. 
Pressað er loft á köfunarkúta á meðan félagsfólk spjallar yfir kaffibolla.
Fimmtudagskvöldin ganga undir heitinu Pressukvöld.

 

Hvernig er félagsstarfið?

Yfir vetrartímann er fræðslukvöld alla jafna einu sinni í mánuði. Þá fáum við til okkar fólk sem hefur frá einhverju áhugaverðu að segja.

Upprifjun á skyndihjálp er nánast árlega og á nokkra ára fresti eru vettvangsferðir til Landhelgisgæslunnar, í afþrýstiklefann á Landspítala. Aðrar áhugaverðar stofnanir eða fyrirtæki sem tengjast sjó eða vatni á einhvern hátt eru einnig heimsótt.

Kafari við sæbjúga og dauðsmannsfingur

Hvar er kafað?

Fjöldi köfunarstaða eru í innan við 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Nokkrir vinsælir köfunarstaðir eru:

  • Óttarsstaðir rétt hjá Straumsvík
  • Kleifarvatn
  • Garður 
  • Bjarnagjá við Grindavík
  • Flekkuvík við Voga
  • Keflavík og Helguvík
  • Þingvellir í Silfru, Davíðsgjá og víðar

Hvert er farið í ferðir?

SKFÍ leggur áherslu á köfunarferðir innanlands. Við höfum skipulagt ferðir í El Grillo skipsflakið á Seyðisfirði og Strýturnar í Eyjafirði og um Vestfirði.

Einnig eru dagsferðir á Akranes og til Vestmannaeyja. Auk þess eru ferðir á köfunarstaði í kringum höfuðborgarsvæðið.

Félagið hefur ekki launað starfsfólk og allar skipulagðar köfunarferðir eru á eigin ábyrgð þátttakenda.

Kafari í Davíðsgjá á Þingvöllum
Trigger clown fish

Hvað með köfun erlendis?

Félagar í SKFÍ hafa skipulagt hópferðir meðal annars þrisvar til Möltu og einu sinni í Rauðahafið og til Færeyja. Fríkafarar innan hópsina hafa skipulagt fríköfunarferðir til Ítalíu. Ekki er um eiginlegar félagsferðir að ræða og hver sem er getur skipulagt slíkar ferðir og boðið öðrum að taka þátt í mini eða stærri hópum. Fjöldi minni ferða hafa verið farnar til ýmissa landa.

Jólaballið

Jólaballið okkar er árviss og gríðarlega vinsæll viðburður þar sem við „dönsum“ í kringum skreytt jólatré með tilheyrandi undirspili, allt í vatni.

Annars köfum við árið um kring og það er jafnan kafað um hverja helgi ef veður leyfir og jafnvel í miðri viku.

Félagsmenn nota gjarnan facebook síðuna „Út að kafa“ til að auglýsa eftir köfunarfélögum og mæla sér mót.

Jólasveinn í kafi á leið á jólaball.

Myndir frá köfunum